Opnun HÖFÐA Friðarseturs / Opening: HÖFÐI Reykjavik Peace Centre

facebook_event_1063667580408149

Opnun HÖFÐA Friðarseturs / Opening: HÖFÐI Reykjavik Peace Centre, 7 octobre 2016 13:00, Háskóli Íslands

Þann 7. október næstkomandi hefst starfsemi HÖFÐA Friðarseturs Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands með opnu málþingi í Hátíðarsal Háskóla Íslands. Málþingið hefst kl. 13:00 með opnunarávarpi Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, og stendur til kl. 18:00.

Takið daginn frá!

Aðalræðumenn eru Steve Killelea, stofnandi og stjórnarformaður Institute for Economics and Peace og höfundur Global Peace Index og Annika Bergman Rosamond, dósent í stjórnmálafræði við Háskólann í Lundi. Auk þeirra munu Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri Reykjavíkur ávarpa málþingið.

Meðal annarra þátttakenda eru Michele Acuto, prófessor í alþjóðasamskiptum og þéttbýliskenningum við University College í London, Melanie Greenberg, forstöðumaður Alliance for Peacebuilding, hinn margrómaði leikstjóri Darren Aronofsky og sýrlenska útvarps- og heimildamyndagerðarkonan Obaidah Zytoon.

Alþjóðleg kvikmyndahátíð í Reykjavík, RIFF, stendur að fyrri pallborðsumræðum á opnunarmálþinginu í samstarfi við HÖFÐA Friðarsetur.

HÖFÐI Friðarsetur er samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Háskóla Íslands og er vettvangur fyrir þverfaglegt og alþjóðlegt samstarf með áherslu á hlutverk borga, smáríkja og almennra borgara í að stuðla að friði, friðarmenningu, afvopnun og friðarfræðslu.

Frekari upplýsingar:
Heimasíða Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands, http://www.ams.hi.is

Vefur HÖFÐA Friðarseturs verður formlega opnaður þann 7. október 2016 – http://www.fridarsetur.is

********************************************************

The University of Iceland and the City of Reykjavik are launching Höfði Reykjavik Peace Centre on the 7th of October 2016. The opening seminar entitled Rethinking Peace and Power will take place between 13:00 and 18:00 in the Ceremonial Hall of the University of Iceland, with opening remarks by Mr. Guðni Th. Jóhannesson, President of Iceland.

Save the date!

Opening remarks by Mr. Guðni Th. Jóhannesson, President of Iceland.

Steve Killelea, Founder & Executive Chairman of the Institute for Economics and Peace and author of the Global Peace Index and Annika Bergman Rosamond, Senior Lecturer at the Department of Political Science, Lund University, will give the keynote addresses. Jón Atli Benediktsson, Rector of the University of Iceland, Lilja Alfreðsdóttir, Minister for Foreign Affairs and Dagur B. Eggertsson, Mayor of the City of Reykjavik, will address the seminar.

Amongst other speakers are Michele Acuto, Professor in Diplomacy and Urban Theory at University College London, Melanie Greenberg, President and CEO of Alliance for Peacebuilding, the well renowned film Director Darren Aronofsky and Syrian documentarist Obaidah Zytoon.

The first panel discussion at the opening seminar is held in collaboration with Reykjavik International Film Festival, RIFF.

The objective of the opening of HÖFÐI Reykjavik Peace Centre at the University of Iceland is to support Reykjavik in its mission of becoming a city of peace, and to advise on how Reykjavik can promote peace at home and abroad. The Peace Centre will promote non-violent communications, the eradication of interpersonal violence and peaceful relations between states and organizations. Additionally, it will promote peace through research and education.

Further information:
The Institute of International Affairs´s website http://www.iia.hi.is

The centre´s website is to be opened formally on October 7 2016 – http://www.peacecentre.is

Opnun HÖFÐA Friðarseturs / Opening: HÖFÐI Reykjavik Peace Centre was last modified: octobre 2nd, 2016 by Festivals 2016
@HÖFÐI Friðarsetur Reykjavík